Tuesday, July 8, 2008

Fyrsta stig pökkunar hafið

Þá er komið að því...veruleiki ákvarðanna okkar er að ná í skottið á okkur í formi hálffullrar ferðatösku. Það sem áður var þokukennd draumsýn sveipuð mystri framtíðarinnar er orðið að hinni stuttu tímaeiningu..."eftir viku".

Já eftir viku munum við fljúga á vit ævintýranna, á nýjan stað, í nýju landi, í nýjan heim, með nýju fólki. Okkar bíður 11 mánaða dvöl í Monterrey í Mexíkó, borg fjalla og fyrirtækja, ringulreiðar og rokktónlistar, háskóla og hita (cnn spáir því að fyrsta sólin sem við sjáum verði 37 gráðu heit og svona heiðskýr).(veðurpá í monterrey á cnn.com)


En fyrst munum við halda í slökunar, menningar og minningarferð á æskuslóðir Hjartar í Kanada og verja næstu helgi í góðu yfirlæti hins geðþekka, sérlundaða og minimalíska frönskumælandi kanadamanns Daniels Babin í Montreal. Þaðan verður síðan haldið með næturrútu yfir landamærinn og til tímabundinnar dvalar í faðmi fallandi stórveldisins þaðan sem við munum fljúga frá Nýju Jórvík á þriðjudag.

Ef við verður ekki búinn að birta nýtt blogg innan tveggja vikna og enginn hefur heyrt frá okkur má gera ráð fyrir að við höfum verið lokuð inni án dóms og laga af heimsveldinu og biðjum við ykkur endilega að hafa samband við sendiráð BNA og krefjast lausnar okkar, en líklega mun þetta ganga snuðrulaust fyrir sig.

3 comments:

Anonymous said...

Á ekkert að fara að blogga??
Ég er geggjað spennt að lesa eitthvað frá ykkur...:O)
kv. Eva

Anonymous said...

Hlökkum til að sjá fréttir af ykkur hérna. Takk fyrir SMS-in til að róa áhyggjufulla foreldra. Vona að Newyorski leigubílstjórinn hafi ekki hrætt úr ykkur líftóruna.
kv. frá okkur í Hamratanga.
Mamma, Gúa

Anonymous said...

Hvar í heiminum eruð þið núna???
kv.Agnes