Sunday, July 27, 2008

Leikskólakennarinn Betty og Latibær

Góðan og blessaðan daginn gott fólk. Frá Mexíkó er það að frétta að Dolly náði ekki til Monterrey og varð því lítið annað en yfirvofandi ógn sem aldrei varð. Dolly varð samt til þess að við fórum ekki í ferðalag þessa helgi heldur héldum okkur í ævintýraleit á heimaslóðum okkar í Monterrey.
Eitt þeirra var þegar kíkt var út á lífið ásamt nýja meðleigjandanum, Martin, og þýskum kunningja hans á miðvikudagskvöld en þá var tilboð á bar í hvefinu...5 í fötu á 55 pesóa, eða rúmar 400kr. Hér fyrir neðan má sjá ein myndina sem við eigum af Martin en hann er þjóðverjinn til vinstri, og á ættir sínar að rekja til Póllands.
Á barnum tók á móti okkur hress og kátur, og enskumælandi, mexíkani, Javier. Hann sagði okkur frá hinum ýmsu skemmtilegu staðreyndum um Monterrey. t.d. að heldri borgarar Mexíkönsku Mafíunar hafi fluttst til borgarinnar á síðastliðnum árum og með þeim hættuleg ungmenni úr fjölskyldunni sem eiga það til að bera vopn, og gera miðbæinn hættulegan. Þá sagði hann okkur einnig frá því að byssurnar sem lögreglan í Mexíkó er með eru óhlaðnar? Hér sést Javier heilsa að hermannasið.
Fimmtudagurinn fór í milda þynnku, tímabundið þunglyndi og verslunarferð í stórmarkaðinn og fyrsta spænskutíma Esterar hjá nýja kennaranum. Búist var við að sú nýja hefði reynslu af því að kenna fullorðnum og þessvegna hafi sú fyrsta bent á hana, enda var hún grunskólakennari. Ekki varð það raunin því á móti Ester tók leikskólakennarinn Betty sem ætlar að kenna henni spænsku. Betty er víst annsi fín og ætti þetta því allt að ganga vel, þó að Ester í "eldri" kantinum miðað við það sem Betty er vön.

Á Föstudaginn héldum við í ævintýraferð til Guadalupe, sem er borg samliggjandi Monterrey. Þar létum við taxann skutla okkur í miðjan bæinn og gengum svo í átt að því sem á korti leit út fyrir að vera skógi vaxið svæði. Þegar við nálguðumst það fórum við að heyra ítrekuð hópöskur...og jú, það var ekki um að villast, við höfðum rambað á Tívolí. Eftir að hafa gegnið vitlausa leið í 20 min. ákváðum við að taka taxa að inngangnum. Og hvað haldiði að hafi blasað við okkur annað en líkneski af Sollu stirðu sem búið var að hengja upp í tré. Undir því dönsuðu börn og fullorðnir og kyrjuðu söngva sem við munum aldrei vita hvað þýða.
En tívolí ferðin var hin allra besta skemmtum eins og sjá má. Við fórum í fullt af tækjum, borðuðum vondan Subway, og jafn vondan hamborgara. Næst stefnum við að því að fara á sömu slóðir í Dýragarðinn, sem er samliggjandi tívolíinu.
Á laugardagskvöldið kíktum við á Djammið í Monterrey sem fer fram í Barrio Antiguo. Þar er allt morandi í klúbbum og skemmtistöðum. Við fórum að ráðum Martins og kíktum á SUITE. Þar kostaði 250 pesóa inn fyrir okkur bæði, eða um 2000kall, en allir drykkir voru á 1 pesóa, eða um 8kr. Útþynntir drykkirnir voru bornir fram í fáránlega stórum klakafylltum frauðplastsglösum...þetta var eini slíki drykkur kvöldsins og eftir þetta fengum við okkur bara bjór.
Eftir að hafa drukkið nokkra drykki á SUITE ákváðum við að prófa eitthvað annað, enda Mexíkanska tónlisitinn framandi og erfitt að dansa við hana og staðurinn gjörsamlega stappaður. þá römbuðum við inn á hressan raftónlistarklúbb og áttum dansgólfið frá fyrstu mínútu.
Mexíkanarnir héldu ekki vatni yfir trylltum dansi íslendinganna og gerðist hrikalega fyndinn atburður. Eftir um hálftíma dans sat Ester og var að hvíla sig þegar ung mexíkönsk dansmær nálgaist hana feimnislega og spurði hana góðfúslega leyfis hvort hún og vinkonur hennar mættu dansa við kærastann hennar. Hlægjandi gaf Ester leyfi fyrir því og skyndilega var Hjörtur með Mexíkannskar meyjar á alla kannta. Dansinn varði meðan Ester náði í nýjan bjór og nýtti Hjörtur tækifærið þegar hún kom aftur til að yfirgefa dansinn, enda allur hinn kjánalegasti.

6 comments:

Anonymous said...

Hahah sé þetta alveg fyrir mér...hjörtur í bullandi salsa dansi við ungar meyjar...hehe og þær að biðja um leyfi;)...... en gaman að lesa um ævintyrin ykkar sætu hjón....get ekki beðið eftir meiru...keep on the good work...

Anonymous said...

Hljómar vel:) Gaman að fylgjast með ykkur hinum megin á hnettinum... eða svoleiðis.
kv. Ingunn

Unknown said...

Hæ Ester.

Gaman að lesa síðuna ykkar - greinilega mikið stuð hjá ykkur.

Varð bara að kvitta fyrir innlitið:)

Kv.Brynja (frænka)

Anonymous said...

Frábært að heyra að allt gengur vel :)
kv. Eva

Unknown said...

Djöfull eruð þið sæt! miklu sætari heldur en mig minnti! hvernig er þetta...verður maður svona ef maður fer til mexico..spurning um að koma í heimsókn! MIkið er ég ánægð með þessi blogg....gógógógógó!

Anonymous said...

Hehehehe snilld sé þetta dansatriði alveg fyrir mér :-)

Og skondið þetta með Sollu stirðu, voru þau að dýrka hana eða öfugt?! Spúkí stöff :-P

Frábært blogg :-)