Wednesday, July 16, 2008

Hér er Montreal, um Montreal, frá Montreal til Monterrey

Jæja kæru vinir, þá erum við loks komin í netsamband og getum deilt með ykkur sögum af ævintýrum síðustu daga.

Sagan verður að hefjast heima á Íslandi þar sem fyrsta þolraunin kom i ljós...en hún var farangurinn! Þegar við höfðum pakkað i þriðja sinn var farangurinn ennþá 80 kíló...

Stór taska 23 kg.
stór taska 21 kg.
bakpoki 18kg.
handfarangur 10 og 8 kg.

Hér má sjá Ester glíma við kílóin
Leyfilegur farangur hjá Heimsferðum var 40 kg. í tjekk inn og 2x6 kg. í handfarangur eða 52 kg. Þannig að við vorum með 28 auka kíló. Þeir sögðust rukka 500 kall á kíló...þannig að við bjuggumst við 14 þús í yfirvigt...en viti menn, Dömunni í tjekk inn var slétt sama leit ekki á vigtina og við sluppum í gegn :)

Þannig að það var hamingja (og öl) í Leifsstöð.
Eftir eins tíma seinkun og fimm tíma flug tók fjölskylduvinurinn Daníel Babin á móti okkur. Hann ljáði okkur íbúð sína í Montreal og var okkar persónulegi leiðsögumaður um borgina. Daníel þessi veit hvað hann vill og vill ekki mikið og lifir einkar einföldum lífstíl einfarans. Stofan hans er einstaklega gott dæmi um það og er um margt frábrugðin hefðbundinni íslenskri stofu.
Þar er stóll fyrir einn á móti hljómflutningstækjum og sjónvarpið er stundum sett upp á sunnudögum.Eftir lendingu í föstudagskvöldi, kvöldverð og svefn fór hr. Babin með okkur í 12 tíma göngutúr um borgina á laugardegi. hann fræddi okkur um fjölþjóðlegt mannlíf borgarinnar sem byggist á innflytjendum frá fyrrum nýlendum Frakka, því þeir kunna frönsku. Við lærðum að í Montreal er mikið af kirkjum og hátíðum. Bara þegar við vorum þar var Comedy festival, Multicultural festival og African festival.

...þetta tók heldur langan tíma og verður ferðasaga frá Kanada því kláruð síðar með framhaldi, fyrir forvitna erum við komin til Monterrey í Mexíkó heil af húfi.

4 comments:

Anonymous said...

Hæhæhæ! :) Ánægð með þessa síðu - verið svo dugleg að blogga svona skemmtilega! ;)

Kv Þórhildur

Anonymous said...

AWESOME! En gaman að geta fylgst með ykkur :)

Skemmtilegar bloggfærslur - bíð spennt eftir næsta pósti ;)

Knús! Erla

Anonymous said...

Við erum búin að hlæja og hlæja :) Mikið verður gaman að fylgjast með ykkur og áfram svona!! :) vííí
Gotta að heyra að þið séuð heil á húfi.

Anonymous said...

Hehe snilld.. eins gott að ég fór ekki út til að dekka yfirviktina.. hefði verið skrítið upplitið á okkur í leifstöð þegar við hefðum séð að það væri ekki einu sinni litið á viktina :-P Til hamingju með að hafa sloppið í gegn ;-)