Friday, July 18, 2008

Frá Montreal til Monterrey

Eins og áður sagði er Montreal þekkt fyrir óteljadi hátíðir öll sumur og til marks um það þá römbuðum við á tilfinningaþrunginn dans kínverskra ungmenna í litíkum fötum þegar við komum inn í ChinaTown, en það vildi svo skemtilega til að þar var einn vettvangur Multicultural Festival.
Hátíðir eru ekki það eina sem Montreal hefur uppá að bjóða því Daníel var staðráðinn í því að kyyna okkur fyrir öllum uppáhalds veitingahúsunum sínum. Fyrst ætlaði hann að fara með okkur á "the best Syrian restrant in Town"....en hann var lokaður þar sem Sýrlendingarnir voru í sumarfríi, ætlaði hann með okkur á "The lesbian hamburger joint" en sögur herma að þær bjóði uppá bestu borgara bogarinnar...en viti menn þær voru líka í sumarfríi. Þá var bara einn staður eftir sem við "urðum" að fara á, og það var Schwartz's "the best smoked meat place in town" og hann var opinn...og got betur en það, það var röð!
Eftir að hafa beðið meðal feitra amerískra kjötferðamanna í korter var okkur loks hleypt inn í herlegheitin....en þeim er erfitt að lýsa...
...tvo hvít brauð, smá sinnep, og 20 lög af reyktu kjöti....borið fram með sveittum frönskum...og það var röð! Sem má sjá hér fyrir neðan, og hlæjandi kanadamaðurinn fremst á myndinni er Daníel.
Sunnudagurinn í helgarferð okkar til Kanada fór í Dagsferð til höfuðborgarinnar þar sem haldið var í leit að týndum æskuminningum Hjartar sem bjó á þessum slóðum fyrir 18 árum síðan. Fyrsti áfangastaður var 3797 Bank street en það var æsku heimilið. Þrátt fyrir að langt var um liðið fundum við staðinn strax...og hann var miklu minni en í minningunni. Enginn var heima í húsinu og ráfuðum við þvi um garðinn svolitla stund, og má hér sjá Daníel og Hjört pósa fyrir framan Gasíbóið í garðinum.
Næsta takmarkið var að finna Blossom Park Public School þar sem Hjörtur hóf nám í kindergarden 4 ára. Það reyndist aðeins erfiðara, enda skólinn einhversstaðar, inní einhverju hverfi og leiðsögumaðurinn, Daníel, aldrei komið þangað. En eftir ónákvæmar lýsingar afgreiðslustúlku sem vissi ekki hvaða skóli þetta var römbuðum við samt á réttan stað við mikinn fögnuð Hjartar.
Fátt annað markvert gerðist í Ottawa nema hvað að við ætluðum upp í að turninn í þinghúsinu en hann var lokaður! :(
Mánudagur í Montreal var rólegur og góður með ferð í grasagarðinn og upp i Olympíuturninn. Síðan var komið að því að taka rútu til New York. Við komum á rútustöðina rúmlega 9 örugg um sæti enda 3 rútur í boði það kvöldið, þá sáum við alltíeinu svona 80 manns í röð á undan okkur og ekkert að gerast. Röðin stækkaði og stækkaði, fyrsta rútan fór aldrei, en við komumst um borð í síðustu rútuna um miðnæti.
Áætlaður aksturstími til New York var 8 tímar en þá var ekki gert ráð fyrir landamæraeftirliti BNA. Þangað komum við klukkan 1 en vorum ekki farin fyrren 4:30. Þá leist skötuhjúum ekki á blikuna enda farið að verða tæpt að við myndum ná fluginu. Þegar við, og 80 kílóinn okkar, komum loks til New york tóku við umferðateppur dauðanns og við vorum ekki kominn á Central Station fyrren 12 á hádegi, en þá áttum við einmitt að vera að tékka okkur inn á JFK.
Við skelltum okkur því í Taxaröð og fengum sem betur fer bílstjóra sem ekki er annt um líf sitt, því hann hlýddi okkur og keyrði eins og geðsjúklingur. Okkur til ómældrar ánægju.
Allt fór svo vel að lokum eins og góðu ævintýri sæmir og við komum á flugvöllin þegar 10 min fyrir final tékk inn. Aftur komumt við upp með að borga ekki fyrir aukakílóinn og vorum því búinn að spara tugi þúsunda :) Flugið til Mexíkó gekk vel og þar stigum við út í ferskan 35 gráðu hitann í Monterrey á þriðjudagkvöldinu hress og kát :)

5 comments:

Anonymous said...

Frábær ferðasaga - gott að þið eruð komin á áfangastað og ekki síður að æskuheimilið fannst og einnig skólinn. Ykkur er ekki fisjað saman! Gangi ykkur vel að finna húsnæði.

Pabbinn

Anonymous said...

Jæja.. fyrst þið spöruðuð svona mikið á að sleppa við aukakílóin, borgið þið þá ekki örugglega miðann minn til Mexíkó bara ;-P

Kv, Þóra

Anonymous said...

hehehe.. róleg þóra :)
kv, Ester

Anonymous said...

Skemmtilegt að lesa um ferðalagið ykkar :) Fokkín gordjöss með þetta dú Hjörtur!

P.s. verðuru sumsé ekki í Berta í vetur? :(

Anonymous said...

Hahahahaah.......bara plíííís - haldiði áfram að skrifa :) It lights up my day in rainy Iceland ;)