Wednesday, July 23, 2008

Dolly snýr aftur

Nú rúmum 11 árum eftir að skoska kindinn Dolly skók heiminn sem fyrsta klónaða spendýrið hefur ókindinn Dolly snúið aftur í formi 2.stigs fellibyls sem stefnir óðfluga í átt að Monterrey.
Þegar þetta er skrifað er klukkan 15.40 að staðartíma og vindurinn þegar orðinn meiri en hann hefur áður verið á okkar 8 dögum hér. Áætlað er að Dolly nái til Monterrey með kvöldinu þannig að við bíðum spennt eftir okar fyrstu kynnum af fellibyl sem þið fáið að heyra af von bráðar.

En á jákvæðari nótunum...þá eru "hlutirnir" farnir að ganga aftur upp...ef svo má að orði komast. Stormurinn hefur þó haft þau áhrif á okkur að við þorum ekki að panta okkur flug útá strönd á morgun því við teljum að því gæti verið seinkað vegna Dolly og blalblabla...þannig að við verðum líklega heima.
Þar mun við njóta félagsskapar einmanna þjóðverjarns Martins sem flutti inn í herberið við hliðin á okkur fyrr í dag. Hann mun vera hér í 4 vikur áður en hann heldur af stað í ferðalag um Yucatan skaga Mexíkó.
Þá er Ester byrjuð á fullu að Læra spænsku fyrir inntökuprófið sitt sem verður í ágúst. Hún er þegar búinn að hitta einn kennara, sem neitaði að taka hana að sér, og mun hitta annan á morgun sem vonandi verður samvinnuþýðari.

Annars byðjum við ykkur vel að lifa og bendum á að heimasímanúmer og heimilsfang eru kominn hérna við hliðin á því ekkert til fyrirstöðu að fara að senda okkur bréf og gjafir :)

2 comments:

Villingur said...

Dolly er ekki að meika það á þessu heimili. Mamma alveg á nálum yfir ,,breaking news" á CNN ,,Hurricane Dolly downgraded".

Annars bara knús frá mér =)
-Embla

Anonymous said...

Haha......ég vona að Dolly verði þæg! ;) Sendi mína bestu strauma að næsti spænskukennari verði betri.......annars allt gott að frétta á Fróni - Vestmannaeyjar á næsta leiti og heitasti dagur ársins var í dag - 22 gráður takk fyrir ;)

Knús!