Friday, October 31, 2008

slagsmál og mannrán

ég verð nú bara að setja hér inn fréttir gærdagsins....
en það dró heldur betur til tíðinda í hverfinu okkar.

í fyrsta lagi voru 200 manna hópslagsmál fyrir utan húsið okkar!!! frá sitthvorum menntaskólanum sem er hér í kring.

og í öðru lagi þá var skotárás í næstu götu þar sem hafði verið bílaeltingaleikur og sem endaði með því að skotið var á annan bílinn, sem endaði þá uppi á gangstétt og svo var stráknum (eða stelpunni) sem var að keyra RÆNT!!!!

ég fékk bara áfall við að heyra þetta.... svo hrikalega nálægt manni,... ég labbaði framhjá bara rétt eftir að þetta var búið.

4 comments:

Anonymous said...

Úff. Ætlið þið ekki bara að koma heim um jólin? Hvernig gengur annars að lifa á lækkandi námslánum? Allt þokkalegt héðan.
bestu kv. Mamman í Mosó

Anonymous said...

Skil þig:)
Það eru gengjaslagir í Danmörku núna og skotárásir tíðir viðburðir í Kaupmannahöfn. Um daginn var einn skotinn niður bara við hliðina á gömlu íbúðinni okkar. Fegin að ég bjó ekki lengur þar og var ekki akkúrat að labba framhjá á þeim tímapunkti:S
kv. Ingunn

Anonymous said...

Jedúda mía! viljið þið bara koma heim! á stundinni! Og INgunn....þið líka! ekki það að ástandið sé eitthvað skára á íslandi. Allir stóru kallarnir komnir með lífverði og ekki veit ég hvað ég myndi gera ef ég mæti Davíð Oddsyni á Ægissíðunni!!!! Eins gott að ég eigi ekki byssu segji ég nú bara!

Anonymous said...

Æji guð...já það er skrítið að búa altí einu í landi þar sem ofbeldi og glæpir eru einhvernveginn mun sýnilegri..ég einmitt er í sjokki hérna í London yfir öllum líkamsportum sem finnast hér út um alt í kringum mann eða árásirnar hægri og vinstri og mér finnst það altaf einvhernveginn vera bara börn með hnífa og byssur!! hvert er heimurinn að fara segi ég nú bara!

Passið ykkur sætu, ekki gaman að vera á röngum stað á röngum tíma:/

en ég segi nú bara eins og Rebekka...hehe greyið Davið...;)

Kv Águsta