Friday, October 3, 2008

Ferðasaga – seinni hluti

Og áfram var haldið.

Eftir Jalcomulco var farið aftur til Veracruz borgar, þar sem við gengum borgina þvera og endilanga. Þar er allt morandi í sjávarréttaveitingastöðum , Hirti til ómældrar ánægju. Planið var að vera þarna yfir þjóðhátíðardaginn í von um að það yrði mikið um að vera og höfðum við heyrt að mesta partyið væri að kvöldi 15. sept. Við fórum því í miðbæinn þar sem allt var iðandi af lífi, og einhvern veginn náði trúður að troða okkur inn í sýninguna sína... gerði grín að okkur og allir hlógu... við líka, þó við hefðum ekki hugmynd um hvað var svona fyndið.

Eftir opinberu niðurlæginguna fékk Ester fallega svanslaga blöðru og var agalega sátt

Seinna um kvöldið fórum við að borða á aðaltorginu niðri í bæ og fengum meira að segja borð. Sem var mikil heppni því allt var upppantað nema á nokkrum stöðum sem leyfðu manni að koma ef maður keypti allavega eina flösku (af tequila eða vodka). Þar sem við vorum nú bara tvö höfðum við takmarkaða löngun til þess en náðum samt að fá borðJ á ágætisstað, að gefnu að við fengjum okkur nægan bjór, sáum alla flugeldasýninguna og vorum rétt hjá sviðinu. Hátíðin var samt ekki eins spennandi og við áttum von á og fórum snemma heim. Svo föttuðum við reyndar seinna að þjóðhátíðardagurinn var 16. Sept.. ekki 15. !!! great!

Því næst var haldið í 4ra tíma rútuferð til smábæjarins Tecolutla en það er lítill strandarbær norður af Veracruz með aðeins 3000 íbúum. Það var mjög sértakt að koma þarna þar sem meira en annað hvert hús var hótel og þeir sem ekki unnu þar eða í búðum unnu við að reyna að aðstoða mann við þetta og hitt, bera töskuna, velja hótel, benda manni á bestu veitingastaðina o.sfrv. Og þar sem við komum þegar ferðamannatímabilið var búið þá gátum við varla andað fyrir slíku fólki...og vorum ekki sátt.

Svo, fyrst daginn okkar, við voða spennt ætluðum að fá okkur eitthvað gott að borða en viti menn... þar sem það var bara miðvikudagur.. Þá var bara ENGINN veitingastaður opinn!!! Og klukkan samt ekki nema 8 (sem er snemmt á mexikönskum tíma). O well.. að lokum fundum við þó lítinn taco stað sem virkaði þokkalegur. Maturinn var samt yfirleitt borinn fram soldið öðruvísi en maður er vanur. Fiskisúpa með HEILUM fiski í, mð augu og sporði og öllu saman! Ester hafði því miður ekki lyst á slíkri súpu...en Hjörtur var sáttur.

Svo fórum við í siglingu um á/fljót sem rennur þar út í sjóinn, einstaklega áhugavert, fengum okkar einkaguide í 14 manna bát, en það voru svona 300 bátar þarna að keppast um að fá okkur sem viðskiptavini sína yfir daginn.

Húsbátur eða bátahús?

Allstaðar í kringum vatnið stóðu tré uppúr vatninu

En þar var sem sagt allt morandi í dýralífi. Sáum alls kyns fugla, lítinn krókodíl og rauða og bláa krabba. Einnig rákumst við á drykkjasölumann á báti sem tókst að selja okkur sitt hvoran rándýran drykkinn sem við fengum síðan bæði klígju eftir ca 2 sopa og endaði hann því miður í ánni.

Lítil stúlka blandar fyrir okkur drykk ásamt tannlausum föður sínum(ekki á mynd)

...Og við fáum klígju..

Pelíkanar

Svo fórum við til Tajin sem er einn af stærstu rústunum sem finna má í Mexicó (held reyndarí miðameríku), afar áhugavert.

Á leiðinni þangað þurftum við svo að deila leigubíl með FJÓRUM öðrum. Sem var bara fyndið.

Hérna má sjá framsæti leigubílsins...svo vorum við fjögur afturí

En planið hafði semsagt verið að liggja á ströndinni og slappa af þessa 4 daga sem við vorum þarna, en þar sem við fengum bara 1 eða háfan dag af sól þá varð nú eitthvað minna um það. En þetta var alveg ótrúlega endurnærandi frí sem við þurftum á að halda og komum við fersk til baka til Monterrey, tilbúin að takast á við fjallið af heimalærdómnum sem beið okkar... og er ástæðan fyrir því að það tók tvær vikur að koma þessum bloggum á vefinn.

10 comments:

Anonymous said...

Hæ elskurnar! Það voru myndir í gærkvöldi en nú eru þær farnar. Við Embla bíðum spenntar eftir að fá að sjá þær. kv.
Mamma í Mósó

Anonymous said...

nú?... sjáiði ekki myndir núna?

Anonymous said...

That fish soup appears to be absolutely scrumptious.

Anonymous said...

Haha - seinni hluti ferðasögunnar verður tilnefnd til nóbelsverðlauna :D Remarkable story ;)

Njótið lífsins!

Anonymous said...

Ég hugsa sko til ykkar í kreppunni miklu sem gengur yfir!
Vonandi hafiði það sem allra best..
kv. Eva

Anonymous said...

hehe.. hey!! á þetta að vera kaldhæðni erla ;)

Anonymous said...

Kaldhæðni is my middle name ;)

Anonymous said...

Mig dreymdi ykkur í nótt - ég greinilega skellti mér til Mexíkó og þið áttuð heima í pínkultlu húsi í miðri brekku og fóruð alltaf á línuskautum niður. Þið genguðu til skiptis í skólann og fóruð svo stundum á höfnina þar sem þið fenguð ykkur kokkteil og horfðuð á hommana....hahahah - þetta var OF súr draumur. En ég skemmti mér konunglega í draumaheimsókninni ;) Takk :D

Anonymous said...

hahaha.... hljómar eins og hver annar dagur hjá okkur ;)

Anonymous said...

Til hamingju með afmælið elsku frændi:-) Kærar kveðjur úr Traðarberginu