Tuesday, August 5, 2008

Fyrsta vikan, vinir og sólbrennsla

Jæja, margt búið að gerast síðan síðast. Kynningarvikan í skólanum hjá Hirti var í síðustu viku og hófst hún með pompi og prakt þar sem 200 alþjóðlegir nemendur skunduðu í hlaðborð á mánudagskvöldið. Þar sátum við saman á borði með 8 öðrum nemendum og á þessu 10 manna borði voru töluð 7 tungumál... íslenska, þýska, franska, spænska, enska, danska og tékkneska!

Hægt var að smakka hinar ýmsu mexikönsku kræsingar og eins og sönnum íslendingum sæmir tróðum við öllu á diskana okkar til að smakka allt. Svo var maður ægilega skömmustulegur eftirá þar sem maginn rúmaði ekki allan þennan mat og helmingurinn var skilinn eftir :S
Eftir það fórum við með nokkrum nemendum á local bar hér sem nefnist lov pub og er ægilega notalegur staður og er hér með orðinn barinn okkar, þar sem þar var spiluð alls konar skemmtileg tónlist og þar virtust vera fleiri stillingar á volume takkanum í græjunum heldur en einungis on og off eins og virðist vera almennt á öðrum stöðum hér (því ekki er gert ráð fyrir að fólk geti talað saman).

Þarna mynduðust strax nokkur vinatengsl og höfum við hitt nokkrum sinnum aftur tvo danska stráka og einn svisslending. Einnig fór Ester með tveimur frönskum stelpum í sundlaugina hér rétt hjá á þriðjudeginum og sólaði sig :D Hér til hliðar má sjá þá Julian, Rasmus og Jacob.


Á miðvikudeginum átti Hjörtur svo að mæta í skólann og athuga áfangana sem hann var skráður í. Þar kom í ljós að það var ekki góð hugmynd að ég hjálpaði honum við spænsku prófið sem var tekið á Íslandi því hann var settur í intermediate 2 sem er level 4 af 6 mögulegum. Hann fór því til að breyta þessu og ætlaðist til að vera settur í beginners 1(að sjálfsögðu talar enginn ensku) og volá... þegar hann kom þaðan út var hann í intermedio 1 og kominn í tvo aðra áfanga sem voru eingöngu kenndir á spænsku. (svo metur hver fyrir sig hve góð spænskukunnátta hans er :O). Þegar hann kom heim og áttaði sig á hvað hafði gerst, fékk hann algjört panic því lágmarks einkunn til að ná áfanga er 7.0 og því orðið ansi hæpið að hann næði önninni, fengi námslán og næði að útskrifast á réttum tíma. Þannig að hann þurfti að fara til baka og reyna að babla sig út úr þessu og skrá sig aftur í upprunalegu áfangana á ensku.

Og já, svo er það í fréttum að við erum komin með herbergisfélaga nr. 2. Hann heitir Carlos og er frá Mexicó, Martin er ekki fluttur út, þannig að þeir deila herbergi. Okkur líst mjög vel á Carlos og hann er hér á 5. önninni sinni í tec og því fróður um svæðið og hefur nú þegar reynst okkur mjög vel, sér í lagi við að útskýra skólalóðina fyrir Hirti (og skólalóðin er á stærð við Laugardalinn í heild sinni).

Við erum búin að fara í almenningssundlaug í Park Espana þar sem hjörtur náði að skaðbrenna á sér bakið.. stórhættuleg iðkun þessi sólböðun.

Á laugardaginn fórum við svo með leigubíl í svona almenningsgarð hér til að fara á línuskauta og hjólabretti, því það er nánast ekki hægt inni í borginni. Stórfínt en alltaf erfitt að hreyfa sig svo mikið í svona miklum hita.

Og kom í ljós að Ester er ekki eins klár og Hjörtur á hjólabretti...

En sumir meiddu sig líka meira en aðrir...

Svo fórum við í party til Rasmusar (annar dönsku strákanna) á laugardaginn, einkar skemmtilegt það kvöld.

Og viti menn, svo erum við farin að læra Salsa! Fórum í fyrsta tímann okkar í dag og var stórskemmtilegt, Hirti fannst hann eitthvað kjánalegur þar sem hann hefur aldrei farið áður í danstíma en hann stóð sig stórvel og því ekki yfir neinu að kvarta, efast ekki um að við verðum langflottust á dansgólfinu þegar líður á önnina :D

Bless í bili...

10 comments:

Anonymous said...

Iba a escribir algo muy listo pero entonces yo me olvidé...
¿Es este español correcto?

Hasta próximo tiempo
Loftur

Anonymous said...

Desde ahora yo también voy a hablar en espanol - cómo están amigos? ;)
Espero bailar salsa con ustedes cuando vuelven ;)

Anonymous said...

Hæ! Búin að sitja sveitt og lesa allar færslur frá því þið yfirgáfuð kalda landið! Gaman að geta fylgst með ykkur og mér fannst alveg sérstaklega fyndið að lesa um kennarann hennar Esterar, hana Betty. Vona bara að hún ráði við hana Ester ;) ;)

KNÚS,
Guðrún (+ Andri & börn!)

Anonymous said...

Una cerveza por favor?

Betty? Ugly Betty? Er hún að kenna þarna núna???

Qué?

Anonymous said...

Það verður gaman að fá sýnikenslu í salsa þegar þið komið heim...getið kanski tekið pör í kenslu;) hehe en annars gaman hvað alt hljómar vel og það gengur vel hjá ykkur:) passið ykkur nú bara ekki að stórslasast þarna úti það yrðri minna gaman:( svo ég mæli með færri hjólabretta ferðum!!! Hlakka til að heyra meira...og Gummi biður kærlega að heilsa!!

Anonymous said...

Hæ elskurnar, gaman að sjá hvað allt gengur vel og að þið lendið í ýmsum ævintýrum. Takk kærlega fyrir sms kveðjuna!! til GÖMLU konunnar. Kær kveðja,
Mamma í Mosó

Anonymous said...

Hehe gat verið að mexíkaninn sem býr með ykkur héti Carlos, hinir þrír valmöguleikarnir í Rómönsku Ameríku eru bara Juan, Fernando og Xavier samkvæmt minni reynslu :-P En já gott hjá ykkur að skella ykkur í salsa, bara töff :-) líkt og þið.. :-P

Kv, Þóra

Anonymous said...

ahahh sé ykkur í anda í salsasveiflunni ;)
Þið verðið að taka okkur kára í æfingar þegar þið komið heim ;)
kv. Eva

Anonymous said...

Hae vorum ad lesa yfir síduna hja ykkur Gaman hjá ykkur og nóg ad gera. Kv. frá Cambrils mamma og pabbi

Anonymous said...

Frábært að fylgjast með ævintýrunum ykkar í Mexico. Bestu kveðjur af klakanum.
Ps. Hjörtur, til hamingju með hana systur þína :o)
Björg frænka