Sunday, September 28, 2008

Ferðasaga - Fyrri hluti

Jæja góðir hálsar nær og fjær, þá höfum við loksins gefið okkur tíma til að blogga um jjaaa…síðasta mánuð ævintýra okkar í Mexíkó. Það sem helst ber að segja ykkur frá er 10 daga ferðalag okkar til Veracruz ríkis sem liggur að Mexíkó-flóa. Ferðin hófst á kvöldflugi til Veracruz borgar þar sem tók á móti okkur vinalegur eldri maður á Hosteli sem kom virkilega á óvart...hljóðlát loftkæling, engir kakkalakkar, sjónvarp og nokkuð þægilegt rúm. Stoppuðum þó stutt hjá þeim gamla því næsta dag var ferðinni heitið í fjallaþorpið Jalcomulco þar sem planið var að fara í flúðasiglingar, ofuraparólur og klettasig. Fengum samt að geyma ferlíkis stóru töskuna okkar hjá honum þannig að við héldum til fjalla með tvo bakpoka fulla af óvissu um ævintýri næstu daga...og Ester með nýjan hatt.
Í Jalcomulco var tekið á móti okkur með pompi og parkt og við keyrð á hostelið okkar, sem reyndist vera í bakgarði Rafting Sin Limites, fyrirtækisins sem bauð uppá ferðina. Og garðurinn reyndist bara vera hin argasta snilld, fallegar framandi plöntur í blóma allstaðar, lítil sundlaug, borðtennisborð, hengirúm og almenn kósíheit.
Fyrsta ævintýrið á dagskrá var klettasig niður 65m af rúmlega 200m háan klett. Til að komast þangað þurftum við að ganga í um hálftíma í hitanum, og rákumst þar á stærsta kaktus sem við höfum nokkurntíman séð
Eins og sjá má vorum við tilbúinn í slaginn
Hjörtur fór fyrst niður vegginn og tók sinn tíma í það og var lengur en þeir tveir sem á undan höfðu farið, sem fór ekki vel í Ester sem var næst. Hún lét þó slag standa og gekk með ágætum, allavega á síðustu metrunum.
Næsta ævintýr á dagskrá þann daginn var ofuraparóluþeytingur þar sem við runnum eftir vírum milli trjáa, yfir ánna fram og til baka. Stórskemmtilegt
Eftir það fórum við hádegismat á hostelinu, en allur matur var innifailinn í ferðinni eða 6 máltíðir. Þær, eins og allt annað við þessa ferð, komu skemmtilega á óvart. Í öll mál var boðið upp á hlaðborð með hinum ýmsu ljúfengu réttum og erum við bæði sammála um að þetta var bara besti matur sem höfum fengið í mexíkó. En eftir mat var komið að fyrri flúðasiglingunni okkar sem var allveg stórkostleg. Í tæpa tvo tíma henntumst við niður hvítfrissandi ánna í baráttu við kraft vatnsins. Þaðan eru því miður engar myndir, enda ekki ráðlagt að fara með myndavélar í svona. Við vorum samt með vatshelda einnota myndavél sem á eftir að framkalla. En 5000 manna þorpið Jalcomulco var semsagt fullt af ævintýrum og öðruvísi stemmingu en við höfðum áður kynnst í Mexíkó. Allir íbúar sátu úti á stétt fyrir utan hús sín, bærinn iðaði af lífi, fólk gekk um með bjór í hönd (afbrot sem fólk er fangelsað fyrir í Monterrrey) og gamlir menn elduðu og seldu mat úr hjólbörum
Og lögreglan fylgdist með af pallbílum sínum mundandi sjálfvirku hríðskotabyssunum (þorðum ekki að taka mynd af þeim) En við fórum semsagt agalega sátt frá þessu yndilega litla þorpi og mælum með því að allir þeir sem villast til Veracruz skelli sér þangað...

Wednesday, September 10, 2008

Herbergjaskipti

Þá erum við formlega búin að kveðja Martin, þjóðverja herbergisfélagann okkar, hans verður sárt saknað.

Inn flutti Houston búinn Pierre.... endilega kíkið á myndbandið af honum hér til hliðar.. en hann leggur það í vana sinn að freestyla og setja það inn á you tube ;) http://www.youtube.com/watch?v=ywr4DZ0y4NI en hann er ágætisgaur .... hins vegar hafa nokkrar uppákomur með hann orðið til þess að að Carlos gat ekki hugsað sér að búa hér lengur L þar sem hann þurfti jú að deila með honum herbergi. Og því flutti Carlos út í gær... okkur þykir það afar leiðinlegt en hann fór reyndar ekki langt, bara á næsta gang og við verðum í góðu sambandi áfram, engin spurning.

En þá er það næsti herbergisfélagi, sem flytur víst inn á morgun, spurning hvernig hann verður :S

Gaman að þessu.

Fórum um daginn á amerískan fótboltaleik með háskólaliðinu frá Tec... en liðið heitir Borregos (lömbin), það var ekki eins skemmtilegt og við áttum von á. En það spilaði eflaust inn í að það byrjaði að rigna svona tveim tímum fyrir leikinn og hætti ekki allan tíman,

Myndin er ekki svona óskyr... þetta er bara rigningin

þannig að innan skamms var leikvöllurinn orðinn að einu drullusvaði og grey leikmennirnir að reyna að spretta af stað...

þeir voru semsagt orðnir alveg brúnir líka í lokin. En við unnum samt... 27 : 2 go Borregos J

Svo fórum við í casa de los loros sem er svona páfagaukafuglagarður, afar áhugaverður

Þar má maður ekki koma með byssu

Okkur langar í svona ...

og þetta er kallinn hennar


Annars er skólinn hennar Esterar líka byrjaður og við bara á fullu að læra, ekki eins mikið spennandi að gerast þessa dagana.
Erum síðan að fara í 10 daga ferðalag til Veracruz á morgun þar sem verður skuggalega mikið lært :S en líka farið í 3ja daga river rafting ferð, og svo er þjóðhátíðardagur Mexicó 15. september og svo ætlum við á ströndina í 4 daga. Verst að við völdum að fara á austurströndina, í mexicóflóa þar sem nú rekur hver fellibylurinn annan. Vonum bara það besta og það verði smá pása á þeim þessa daga :D

þangað til næst...