
Maður með brauðkörfu á hausnum
Fólk hengdi myndir eða annað af börnum sínum við kirkju/musteri/hof
og bað til barnadýrlingsins um að vernda þau og hjálpa þeim.
En já, áfram var haldið síðan til Zacatecas og hópurinn fór og fékk sér morgunmat. Við vorum ca 25 manna hópur, allt nemendur úr Tec enda ferðin skipulögð af skólanum. Það þýddi líka að við keyptum okkur dýrasta morgunmat hingað til... jafnvel kvöldmat. (því flestir í tec eru mjög svo ríkir og því farið á mjög svo fancy veitingastaði). Fórum svo á cerro de la buffa.. sem er hæð, ofan við bæinn og gátum því fengið að sjá yfir hann allan.
Og Zacatecas var ekkert minna „mexikönsk“ heldur en hinn bærinn, Mariachiar út um allt að syngja og spila fyrir fólk, allir með kúrekahatta, húsin allt öðruvísi og bílarnir að hruni komnir.
En greinilega mikill munur á hitastiginu þarna, enda komin í 2400 m hæð, en þar voru ekki nema 20 gráður á daginn og fór niður í 11 gráður á kvöldin.. manni leið bara eins og maður væri kominn til íslands ;) Allavega komu peysurnar okkar að góðum notum þarna :D
Síðan fórum við í silfurnámuna þar, en Zacatecas er gamall gull og silfurnámubær, en eftir að verð á silfri hrundi þá hraktist mikið af fólki þaðan og ekki eins mikil velsemd. En kirkjurnar voru allar mjög vel skreyttar, af gulli og silfri í öllum hornum, en við fengum einmitt að skoða nokkrar svoleiðis.
Ester "sæt" að vanda, á leiðinni inn í námuna, með hjálm og net til varnar lúsunum!
þetta voru reglurnar í einni kirkjunni
Kvöldið var síðan frjálst og héldumst við saman 12 manna hópur um kvöldið og planið var að skoða aðeins mannlífið. Fyrir utan cathidralið voru mariachiar að spila og greinilega eitthvað í gangi. Menn með nokkra 5 lítra brúsa af einhverjum vökva, sem asni hélt á fyrir þá, allir með lítil staupglös hangandi í bandi utan um hálsinn og mikil stemning. Og að sjálfsögðu fylgdumst við með.... Svo lagði hópurinn af stað... í skrúðgöngu og okkur gefið merki um að slást í hópinn sem og við gerðum. Úr varð fínasta skrúðganga, stoppað í smástund á hverju torgi og teknir nokkrir dansar og mikil gleði. Og alltaf fylgdu menn með brúsa... og fljótlega komumst við að innihaldinu.. ... tequila... að sjálfsögðu. Og aðrir menn með bakka af lime og salti. Við fylgdum skrúðgöngunni alveg út að enda (í ábyggilega eina og hálfa klst) og þar kom í ljós tilefnið.... Fólkið sem réð mariachiana var að fara að gifta sig daginn eftir, og þetta voru allt gestir í brúðkaupinu! Við vorum nú nokkur sem skömmuðumst okkar mikið fyrir að hafa elt, en hvernig áttum við að vita þetta hehe.. Svo spjölluðum við einn strák sem var vinur brúðgumans og hann tók ekki annað í mál en að við kæmum í veisluna!!... það var ekki vinsælt.. og við vinsamlegast beðin um að fara :S Myndavélin gleymdist því miður þetta kvöld, sem er glatað því það var langskemmtilegasti parturinn af ferðinni.
En jæja, þetta var gaman á meðan það endist.. sumir héldu reyndar áfram að hanga þarna í kring en við hin héldum áfram bæjarröltinu.
Á laugardeginum ákváðum við að fara ekki með hópnum því við héldum að planið væri að fara á einhver 5 söfn (það kom reyndar í ljós að svo var ekki heldur var farið að ægilega fallegum rústum L en o well.. við munum sjá nóg af öðrum rústum). Við ákváðum semsagt að fara bara tvö og rölta um bæinn og sáum ýmislegt skemmtilegt og spennandi.
Hér er Hjörtur í garði niðri í bæ, þar sem öll tréin voru klippt eins og einhver dýr. Sjáiði fuglinn bak við hann?
Til dæmis ákváðum við að fara í pool á lítilli poolstofu sem við sáum niðri í bæ. Þegar við byrjuðum að spila er okkur hins vegar litið á einn vegginn í miðjum salnum og jújú... það var ekki um að villast, þar var maður að PISSA á vegginn! Við trúðum þessu nú ekki alveg fyrst, en rétt á eftir, kom annar maður sem gerði hið sama, og eigandi stofunnar var rétt hjá. Jahá.... þetta var semsagt klósettaðstaðan á staðnum. Einn af fjórum veggjum poolstofunnar, þar var semsagt ekki gert ráð fyrir að kvenmenn þyrftu að nota salernið. Eftir að við tókum eftir þessu fannst mér staðurinn ekki eins geðslegur.. enda í nettu menningarsjokki. Enda kláruðum við bara leikinn okkar og fórum út. Og hey... það meira að segja KOSTAÐI að pissa á vegginn! Maður er kannski bara of kröfuharður á klósettaðstöðu.. ég veit ekki.
Um kvöldið fórum við svo aftur í silfurnámuna, á skemmtistaðinn þar... stórskemmtilegt, alveg mögnuð stemning sem myndaðist þar. Því miður náðust engar góðar myndir af staðnum, of dimmt :(
En ja, á sunnudeginum höfðum við einhvernveginn ákveðið að það væri lagt af stað klukkan 11 til baka. Svo var hringt inn á herbergið okkar kl 10.30 og bara hmm... er langt í ykkur. Úbbss... þá átti að leggja af stað klukkan 10 og við bara í rólegheitunum að koma okkur á lappir. Allir aðrir bíðandi úti í rútu ;)
Þegar við nálguðumst Monterrey kom svo í ljós að það hafði rignt töluvert síðan við fórum og allt á floti, bílar stopp út um allt og göturnar höfðu breyst í ár. Við vorum því mjög fegin að við komumst alla leið og sofnuðum sæl eftir góða ferð.