Thursday, August 21, 2008

Rútínur og teiti

Jæja, ætli maður verði ekki að blogga fyrst maður er búinn að stofna þessa síðu :s

Síðustu dagar hafa verið með rólegasta móti og lífið í Mexikó hægt og rólega að taka á sig mynd. Salsa er ennþá dansað kl. 10 morgna 3var í viku og hafa skipulagðar yoga æfingar verið að hjálpa Hirti við að smeygja sér í dansskóna með jávæðu hugarfari, og er þegar farið að gæta framfara í dansinum...samið verður um einkatíma við heimkomu.

Annars er skólinn búinn að vera að taka á mynd hjá Hirti, þónokkrar kröfur um heimanám og próf í öllum áföngum í hverjum mánuði, foreldrar ríku mexíkana verða að fá fregnir af því hvernig fjárfesting þeirra gengur. Ester er búinn að vera á fullu í undibúningi fyrir inntökupróf í Leiðsögumanna námið, en um helgina var samt tekin smá pása frá því ;)

Fráfarandi herbergisfélagi okkar Martin bauð til kveðjugrillteitis á 500fm. Þaksvölunum okkar á föstudeginum og var hressleikinn í fyrirrúmi þar eins og sjá má á eftirfarandi myndum.

Carlos hrikalega hissa

Xavier með 12 ára viskí

Fráfarandi Martin & Hjörtur

Hjörtur að staðfesta hressleika með merkjasendingum :)

Á laugardeginum kíktum við síðan í eitt fjölmennasta „heimapartý“ sem við höfum nokkurntíman farið í þar sem meirenn 100 manns fylltu garð milli húsa hæfilega stórum drykkju einingum.

Annars er það í fréttum að ég (Ester) náði spænskuprófinu og fæ því að hefja nám sem leiðsögumaður bæði á ensku og spænsku. Ég er samt ekkert sérlega glöð yfir þessu því mér var „leyft“ að ná þar sem ég mun að öllum líkindum bæta við spænskukunnáttu mína hér í Mexicó. Það mun ég reyndar vissulega gera enda loksins buin að finna námskeið í spænsku fyrir útlendinga. Versta við það er samt að spænskunámskeiðið þarf endilega að vera á sama tíma og arabísku dansarnir og því varð ég að hætta þeim,..... verst að ég var búin að kaupa mér pils og allt saman L en jæja... ekki mikill skaði skeður, hef ákveðið að byrja að æfa box í staðinn... :D:D Fann hér boxacademiu sem mér líst agalega vel á og er búin að fara í 2 tíma...

Svo erum við að fara í ferðalag í kvöld með skólanum hans Hjartar til nýlendubæjarins Zacatecas...sem virðist ekki vera svo langt frá en tekur samt 8 til 10 tíma í rútu .... ætlum þar að skoða einhverjar rústir og fullt af söfnum og svo skilst okkur að þar sé gömul silfurnáma sem í dag sé skemmtistaður... spennandi að fara þangað... niður með liftunni :O

2 comments:

Anonymous said...

Box?!?! eins gott að maður kommenti á þessa siðu....annars á maður í hættu að fá einn á hann þegar þið komiðheim. Við söknum ykkar....

Anonymous said...

Hahahaha........sammála síðasta ræðumanni :D

Var nokkuð erfitt að fara NIÐUR í námuna? ;)