Tuesday, August 12, 2008

Canyoning

Nú er víst lífið byrjað fyrir alvöru hér í Monterrey. Hjörtur byrjaður í skólanum og strax komin með heilan helling af heimanámi. Ester notar bara tímann á meðan hann er í skólanum til að æfa sig í spænskunni, dugar víst ekkert minna enda styttist í inntökuprófið í spænskunni hjá henni.

Við föttuðum í gær að það eru einhverjar pöddur sem búa i rúminu okkar, eða í rúmstokknum sem bíta Ester á nóttunni!!! Geðslegt það. Ester virðist vera með sætara blóð en Hjörtur því hann sleppur alfarið frá þessum bitum. Héldum alltaf að þetta væri moskítóflugur, en erum nú sannfærð um að þær eru ekki í íbúðinni, og heyrðum að þetta væri ekki svo óalgengt, þannig að nú verður bara að spreyja rúmið hátt og lágt!!!

Hjörtur er búinn að ná að færa spænskuna sína neðar um eitt level í viðbót eftir að hafa setið 4 tíma í level 3 gjörsamlega lost og líður nú mun betur, ætti að vera komin í áfanga við sitt hæfi. Ester fór í síðustu viku að prófa hip hop og arabíska dansa, en þar sem hún var alveg eins og asni í hip hopinu urðu arabísku dansarnir fyrir valinu og verður hún því vonandi agalega fær í því í lok annarinnar.

Föstudagurinn var síðan afar crusial dagur, því þá ákváðum við að fara í canyoning ferð á sunnudeginum. Til þess að geta farið í hana þurftum við að hafa mjög góða skó. Sem við áttum ekki. Þá ætluðum við bara að skella okkur yfir landamærin og til Texas (því allt er víst meira en helmingi ódýrara þar) í einn dag. En eftir að hafa skoðað rútuferðir og hugleitt þetta nánar þá ákváðum við að það væri ekki þess virði fyrir tvö pör af gönguskóm. Skelltum okkur því niður í bæ og viti menn, í fyrstu búðinni fengum við þessa fínu gönguskó og löbbuðum þaðan út klukkutíma síðar, með bros á vör og 28 þúsund kr. fátækari.

Síðar um daginn tókum við smá stundarbrjálæði og við ákváðum að skella okkur í ferðalag. Án þess að velta því lengi fyrir okkur hvert leiðin lá, þá pöntuðum við ódýrasta flugið sem hægt var að fá nálægt ströndinni. Áfangastaðurinn er Veracruz og ætlum við að dvelja þar í 10 daga í september. Planið var hinsvegar flatmaga á ströndinni og leika sér í sjónum alla daga, en við nánari skoðun, daginn eftir, komumst við að því að Veracruz er bara alls ekki strandbær! Þetta er einn mikilvægasti skipasamgöngustaðurinn í Mexicó þannig að þarna er bara risastór höfn og sjórinn víst svo rosalega mengaður að hann er ekki til böðunar. Vissulega eru einhverjar strendur þar en þær eru víst „not so clean and appealing“. Frábært!! En Veracruz á víst að vera afskaplega falleg og skemmtileg borg og því hljótum við að finna okkur eitthvað til dundurs :)

Um kvöldið var síðan stærsta party ársins (höfum við heyrt) á vegum TEC og við mættum að sjálfsögðu. Rútur voru frá skólanum og niður í bæ á fínasta skemmtistað bæjarins þar sem allt var rándýrt, en þó á sérstökum afslætti í tilefni kvöldsins. Ágætis staður en við yfirgáfum hann þó frekar snemma, enda óvön því að mæta á skemmtistað klukkan 22.30. Við prófuðum síðan írskan stað sem í fyrstu leit út fyrir að vera fínasti staður en eftir smá tíma, nánari athugun og myndatöku á klósetti (af ókunnugum) ákváðum við að þetta væri alls ekki staður fyrir okkur og fórum heim.

En þá er það sunnudagurinn!!

Canyoning!! (eða gljúfurganga)

Lagt var af stað klukkan 4.30 um morguninn frá skólanum. Hressandi eftir 1-4 tíma svefn. Hjörtur svaf 4, og Ester 1 því hún gat ekki sofnað fyrir stressi. Þeir sem þekkja hana best vita að hún er sjúklega hrædd við að hoppa fram af klettum og ofan í vatn og Hjörtur var svo yndislegur að nefna að það yrðu allt að 12 metra stökk í ferðinni, svona rétt áður en við fórum að sofa. Takk Hjörtur!

En jæja, lagt var af stað kl 4.30 og við héldum að við gætum svo sofið bara í rútunni. En nei nei, við tók eldgamall strætó með viðeigandi óþægilegum sætum í svona 40 mín. Svo skiptum við um farartæki og þá fórum við í svona ekta pickup. Með trégrind, uppá palli og þar var manni troðið 12 manns, á gólfið. Og við tók ábyggilega einn af topp 5 hættulegustu fjallvegum heims.

Hér má sjá bílinn sem við fórum í


Hér er ein, léleg mynd af versta vegi í heimi, þar sem stundum var

ekið yfir steina, á stærð við íslensk fjöll ;)

Þar skoppaði maður fram og til baka, upp og niður í 3 tíma. Þar komum við að pínulitlu fjallaþorpi og okkur tilkynnt að við værum EKKI að fara í þá ferð sem við skráðum okkur í ! Planið var að fara í Matacanes en þar hafði rignt svo mikið kvöldið áður þannig að það var ekki hægt og því værum við þarna. Og við munum engan veginn hvað staðurinn hét, það eina sem við munum er að nafnið tengist hydrophobia, eða sjúklega hræðslu við vatn

Ok, lagt var af stað kl 9 um morguninn, og við áttum ekki að vera með bakpoka og því samanstóð nestið af hálfu líter af vatni, þremur orkustykkjum og nokkrum hnetum. Við tók einhver svakalegasta ganga sem við bæði höfum farið. Hún hófst á skuggalega brattri klukkutíma göngu inni í skógi, og ofan í gil. Þar var fyrst, og jafnframt eina stoppið í göngunni og fólki gafst tækifæri á að baða sig í lítilli tjörn og fara inn í helli og hoppa ofan í tjörnina, undir fossi.

Svona var maður flottur í göngunni

Svo hófst gangan fyrir alvöru. Gengið var í ánni, allan tímann, með vatn, ýmist upp að hnjám, mjöðmum, eða bara syndandi og við tóku fullt fullt fullt af hoppum ofan í ánna og náttúrulegum rennibrautum af ýmsum gerðum. Því jú, þetta var gil og oft komu fossar þar sem engin önnur leið niður var nema að hoppa fram af, því ekki var hægt að snúa við og bara hey, ég er þreytt, og tek ekki þátt í þessu. Það var bara ein leið til að klára þetta og það var að hoppa. Hoppin voru allt frá hálfum meter og upp í 13 metra, reyndar var það 9 metrar sem var hæsta skyldustökkið. En jesús minn hvað Ester þurfti að taka á honum stóra sínum til að klára þetta. Oft á tíðum stóð hún upp á klettinum, með þvílíkan skjálfta í fótunum (Eva þú þekkir þetta ;)) að peppa sig upp, á meðan innri rödd hennar sagði bara „glætan, ekki séns að ég færi fæturna til að stökkva þarna niður“ því það var ekki nóg með að stökkva fram af, heldur þurfti maður oft að hlaupa fram af til að ná nógu miklu tilhlaupi til að komast yfir klettinn sem var fyrir neðan.

Þann stutta tíma sem ekki var gengið í vatninu, þá var gengið á þröngum stígum sem var þakinn Ivy, eða plöntu sem brennir mann. Skemmtilegt!

Svo, NÍU TÍMUM SÍÐAR var loksins komið á áfangastað! Og skal ég segja ykkur það, að að ganga í 9 klukkutíma í 40 stiga hita án drykkjarvatns og nánast án næringar er ekki sniðugt. Síðustu 3 tímana var manni farið að líða verulega illa, og það var ekkert hægt að setjast niður og taka pásu, pústa aðeins, nei nei, það var bara andele andela, vamos, vamos (áfram áfram , go go go) stanslaust, eins og við værum í kappi. Einu skiptin sem hægt var að ná andanum var þegar stærstu stökkin voru því þá myndaðist smá biðröð, nema fyrir Ester var það engin pása því þá var hún bara í kvíðakasti fyrir næsta stökki hehe... en í heildina á litið alveg ótrúlega skemmtileg ferð og ógleymanleg lífsreynsla þar sem við sáum rosalega mikið af hrikalega fallegum stöðum og mikill missir að hafa ekki getað verið með myndavél í ferðinni. En við getum víst keypt einhverjar myndir af guidunum, við setjum þær hér inn þegar við fáum þær.

Og merkilegt nokk gátu sumir látið fara vel um sig á bakaleiðinni, enda algjörlega uppgefnir

6 comments:

Anonymous said...

ahahha Vá hvað ég hefði gefið mikið fyrir að sjá þig í þessari ferð Ester..!! ;)
Og bara frábært að heyra að þið eruð að skemmta ykkur og njóta lífsins :)
Haldið svona áfram...
kv. Eva

Anonymous said...

Bara vá vá vá !!! en gaman!! hehe hefði alveg verið til í þessa göngu ummm fyrir udan öll stökkin!!! skil þig vel ester mín.....;) og já ég segi einsog Eva haldið þessu áfram:)
Kv.Ágústa

Anonymous said...

Úffffffff þetta hljómar eins og svona "eftir á litið skemmtileg ferð" - en svona "spurning hvort maður lifir hana af ferð" á meðan á henni stendur :-P Mjög glöð að þið séuð bæði heil eftir þessa ferð og vona að Ester nái aftur andlegri heilsu eftir öll kvíðaköstin :-P

Kv, Þóra sem ætti að hætta að hanga í tölvunni og fara að gera eitthvað af viti!!

Anonymous said...

Mikið eruð þið dugleg :) Mig langar að sjá salsarútinu í vídjó næst þegar ég skoða bloggið ykkar....ég heimta það:)

Anonymous said...

Váááá en gaman að lesa um ævintýri ykkar í Mexíkó! :) Hlakka til að sjá myndir úr þessari ógurlegu göngu...hahhaha! Jii minn ég vona að þú sérst búin að jafna þig Ester mín ;) Ég held áfram að lesa og fylgjast með ykkur! :)

Kveðja, Jóhanna :D

Anonymous said...

Aunque la aventura sólo durará un momento. Las memorias son para siempre.
Como el poeta dijo que es ayer una memoria y mañana un misterio, es hoy un regalo; por eso es llamado el presente.

p.s.
Yo ahora tengo un seudónimo para la mayoría de los propósitos.