Wednesday, November 26, 2008

óvissuferð

Í ljósi þess að við ákváðum að stytta dvöl okkar hérna um helming skelltum við okkur í annað ferðalag... í lok nóvember.. mjög gáfulegt... skólinn á fullu og sona.. en jæja..

Við fórum í algjöra óvissuferð. Vissum bara að við ætluðum að taka næturrútu til Guadalajara og svo þaðan niður á strönd. Eftir 12 tima rútuferð þangað skoðuðum við lauslega guadalajara... svona fyrst við vorum komin þangað. Tókum túristabus um bæinn og komumst að því að Guadalajara er bara stórfín borg,... miklu hrifnari af henni heldur en Monterrey. – og svo voru allir búnir að vera að telja okkur ofan af því að fara þangað.... meiri vitleysan

En jæja.. síðar um daginn tókum við 5 tíma rútu til Puerto Vallerta sem er algjör túristastaður þar sem hvert risahótelið tók við af hvoru öðru og Bandaríkjamenn algjörlega búinn að leggja undir sig placeið. Sem betur fer var nú ekki planið að stoppa þar en urðum þó að stoppa eina nótt því síðasta rútan var hætt að ganga.

Þá tók við leit af einhverju sæmilega ódýru hóteli... einhver hafði bent okkur á tvær götur lengst í burtu til að finna ódýrari hótel.. og fyrst hótelið sem við fundið þar voru afgreiðslukonurnar á haugafyllerý, sendu okkur upp á 8. Hæð (engin lyfta) til að skoða herbergið sem var í algjörri niðurnýslu og ekkert ljós. Við vorum ekki lengi að snúa við og konan í afgreiðslunni var ekki par sátt við að við vildum ekki herbergið og elti okkur út á götu.

En það reddaðist nú allt, fengum þetta fína herbergi á einu hótelinu, en héldum síðan áfram förinni morguninn eftir. Við héldum að við værum að fara í svona korters rútu, en eftir svona klukkutíma í gegnum þykkan skóg og yfir fjöll (við héldum að við færum að fara á strönd) birtist loksins þessi líka yndislega fallegi litli bær , Sayulita sem er algjör paradís..engir malbikaðir vegir, hæðir og hólar út um allt og hús innan um skóginn sem endar síðan við litla strönd þar sem hægt var að surfa.

Þar nutum við lífsins í 4 daga og prófuðum að sjálfsögðu að surfa og öll veitingahús bæjarins.. allnokkrir bandaríkjamenn búnir að setjast þarna að og gjörsamlega að njóta lífsins..

Þó við höfðum elskað Sayulita vildum við samt prófa annan stað líka fyrst þetta var svona langt frí, skelltum okkur á google earth í svona 30 mín og sáu þar annan bæ sem heitir Barra de navidad og ákváðum að fara þangað.. í leigubílnum hins vegar á leiðinni út á rútustöð var leigubílstjórinn á fullu að tala um annan stað sem væri algjört æði og héti Melaque og átti ekki að vera langt frá... og við bara ok, án þess að hugsa keyptum miða þangað..

Skemmtilega viðeigandi mynd var síðan sýnd í rútunni, um ferðalanga sem voru í rútuferðalagi í Brasilíu... á leið niður á strönd... svo veltur rútan og þau verða rænd og svo á að ræna þeim líka og taka úr þeim líffærin og þetta breyttist bara í þvílíka hrollvekju, engan vegin viðeigandi fyrir alla þá aldurshópa sem voru í rútunni.

Og Eftir 4 tíma rútuferð byrjaði smá panik, þvílík fljótfærni að kaupa bara miða á einhvern stað sem við vissum í raun ekki hvar væri, leigubílstjórin hefði vel getað vera að bulla og allt í einu var Ester ekki svo viss um að staðurinn héti í raun Melaque...

Einum og hálfum tíma seinna komum við samt loksins að Melaque sem jú, var vissulega mjög fínn bær og aðeins 5 mín frá upphaflega áfangastaðnum.

Þar var greinilega low season og fengum við þetta fína hótel á góðum prís.. og svo vorum við nánast með einkaströnd... algjörlega lokuð af ... algjört yndi..

út um allt í Mexikó er hægt að sjá svona skemmtilega vitlaus skilti á ensku
(ef þið klikkið á myndina þá sjáiði textann almennilega)

Við kíktum að sjálfsögðu líka til Barra de Navidad þar sem við skelltum okkur í siglingu í kringum eyju þar fyrir utan og Hjörtur „veiddi“ fisk sem hann gat síðan látið kokkinn elda fyrir sig um kvöldið. Komumst síðan að því að þar væri þetta líka fína hótel úti á eyjunni.. og þar kostaði nóttin ekki nema svona 60 þús kr. Bill Gates á einmitt hús á þessari eyju líka.. sáum hann samt ekki.

En ferðalagið gat víst ekki varað að eilífu, og snerum við heim í 17 tíma rútuferð á laugardeginum.

Og við tók heil hrúga af lærdómi... Home sweet home :S

4 comments:

Anonymous said...

ooo.... þið eruð orðin svo brún og myndarleg :)

Frábært að heyra að þið skemmtið ykkur vel :)
kv. Eva

Anonymous said...

Ég er fegin að þið snéruð "heim" með öll líffæri á sínum stað :-) Get vel séð það fyrir mér hversu óviðeigandi það er að sýna svona mynd í rútu, kannski fyndið fyrir innfædda en öllu sveittara fyrir túristana ;-P Góður húmor hjá þeim sem datt í hug að smella þessari í tækið, ég er viss um að hann hlær sig máttlausan yfir þessu :-P

Kv, týndi þriðjungurinn

Anonymous said...

Þegar eg les bloggið ykkar finnst mér eins og ég sé að horfa á ævintýramynd. Ég vildi að ég gæti upplifað brot af þessu sem þið eruð búin að gera. Þið eruð endalaust sæt á myndunum. Knús og kossar frá mér og Júlíu Klöru.

Anonymous said...

Kíki alltaf reglulega inn til að ath hvernig það er á ferðalaginu!
Bíð spennt eftir að heyra hvar þið verðið á morgun og hvað þið ætlið að gera :) og hvort þið ætlið til COSTA RICA!! ;)

Hafið það gott mín kæru...
Gleðileg jól :)
kv. Eva