Einna helst er þó að frétta að heimkoma hefur verið ákveðin þann 11 janúar 2009 nákvæmlega 6 mánuðum eftir að við löðum af stað í þetta ævintýr. Ástæður þess að við verðum ekki lengur eru misjafnar of margar, efnahagslega, námslegar, mennigarlegar og hvaðeina. En hvað sem því líður munum við fljúga heim ásamt henni Þóru Elísabetu frá Nigaragua til New York og þaðan heim.
En eins og áður sagði hefur ýmislegt gengið á hér í Monterrey undanfarið. t.d. var hrekkjavaka hér venju samkvæmt þann 31. október og ákváðum við að gera okkar besta og taka þátt í því. Fórum þó heldur seint af stað í undirbúningi og enduðum í bænum í leit að búning um kvöldmatarleitið á hrekkjavöku og fundum eigilega ekki neitt.
Hjörtur fékk Lucha Libre grímu, sem fást á hverju götuhorni í bænum, og var því Luchador (fjölbragðaglímukappi) í sparifötum.
Ester fann ekki neitt, en málaði sig óvenju mikið...og var með "attitúd".
Helgina eftir var síðan eins dags tónlistarhátíð Zero Fest í boði cocacola zero, sem við mælum ekki með að nokkur maður láti inn fyrir sínar varir. Hátíðin var hin ágætasta, sáum þar Thievery Corporation, Band of Horces og Mars Volta og margar fleiri sveitir sem hvorki við né þið þekkið. Thievery voru fín, Band of Horces ekki svo mjög og Mars Volta hrikalega öflugir og hressir á sviði en liðu því miður fyrir slappa hljóðblöndun en við vorum engu að síður hress að vanda...
Merkis atburður gerðist síðan á þriðjudagkvöldið þegar við skelltum okkur á hefðbundna mexíkanska Lucha Libre fjölbragðaglímu. Þar var mikið um dýrðir og leiksigra en fátt um manninn, eigilega bara hálftómt í Collisium höllinni. Fengum samt að sjá mikla tilburði þessara misstóru glímukappa ef svo mætti kalla þá, þar sem þeir voru meiri leikarar og loftfimleikamenn.
Merkis atburður gerðist síðan á þriðjudagkvöldið þegar við skelltum okkur á hefðbundna mexíkanska Lucha Libre fjölbragðaglímu. Þar var mikið um dýrðir og leiksigra en fátt um manninn, eigilega bara hálftómt í Collisium höllinni. Fengum samt að sjá mikla tilburði þessara misstóru glímukappa ef svo mætti kalla þá, þar sem þeir voru meiri leikarar og loftfimleikamenn.
Allir kepptu þeir í teimum, eða þrenningum, en hér má sjá teimið Davíð og Golíat hita upp áhorfendur með ógnvænlegum pósum
Vissulega höfðum við mis-gaman af þessu, og eins og sjá má hér vissi Ester ekki alveg hvað hún átti að halda um gleði Hjartar...Hún áttaði sig þó þegar leið á þriggja tíma sýningna og fór að fylgjast spennt með.
Vissulega höfðum við mis-gaman af þessu, og eins og sjá má hér vissi Ester ekki alveg hvað hún átti að halda um gleði Hjartar...Hún áttaði sig þó þegar leið á þriggja tíma sýningna og fór að fylgjast spennt með.
En fleira er það ekki að sinni, Stefnum nú að kyrrahafsströnd mexíkó þar sem við ætlum að stunda sjóböð, brimbrettareið á milli þess sem við lærum fjarri skólum okkar.
Lifið Heil
Lifið Heil
2 comments:
Gaman að lesa bloggið ykkar, myndirnar líka æði :þ
Ohh hlakka til að sjá ykkur í janúar!! Frábært að fá mexikanana heim ;)
Knús og kossar til ykkar,
Guðrún Rakel :*
ps. frábært að sjá ánægjuna sem skín úr augunum á þér Ester á fjölbragðaglímunni hehe!
æðislegt að heyra að allt gengur vel og þið séuð að skemmta ykkur og njóta lífsins :)
Hlakka til að fá ykkur heim..
Eva
Post a Comment