Wednesday, September 10, 2008

Herbergjaskipti

Þá erum við formlega búin að kveðja Martin, þjóðverja herbergisfélagann okkar, hans verður sárt saknað.

Inn flutti Houston búinn Pierre.... endilega kíkið á myndbandið af honum hér til hliðar.. en hann leggur það í vana sinn að freestyla og setja það inn á you tube ;) http://www.youtube.com/watch?v=ywr4DZ0y4NI en hann er ágætisgaur .... hins vegar hafa nokkrar uppákomur með hann orðið til þess að að Carlos gat ekki hugsað sér að búa hér lengur L þar sem hann þurfti jú að deila með honum herbergi. Og því flutti Carlos út í gær... okkur þykir það afar leiðinlegt en hann fór reyndar ekki langt, bara á næsta gang og við verðum í góðu sambandi áfram, engin spurning.

En þá er það næsti herbergisfélagi, sem flytur víst inn á morgun, spurning hvernig hann verður :S

Gaman að þessu.

Fórum um daginn á amerískan fótboltaleik með háskólaliðinu frá Tec... en liðið heitir Borregos (lömbin), það var ekki eins skemmtilegt og við áttum von á. En það spilaði eflaust inn í að það byrjaði að rigna svona tveim tímum fyrir leikinn og hætti ekki allan tíman,

Myndin er ekki svona óskyr... þetta er bara rigningin

þannig að innan skamms var leikvöllurinn orðinn að einu drullusvaði og grey leikmennirnir að reyna að spretta af stað...

þeir voru semsagt orðnir alveg brúnir líka í lokin. En við unnum samt... 27 : 2 go Borregos J

Svo fórum við í casa de los loros sem er svona páfagaukafuglagarður, afar áhugaverður

Þar má maður ekki koma með byssu

Okkur langar í svona ...

og þetta er kallinn hennar


Annars er skólinn hennar Esterar líka byrjaður og við bara á fullu að læra, ekki eins mikið spennandi að gerast þessa dagana.
Erum síðan að fara í 10 daga ferðalag til Veracruz á morgun þar sem verður skuggalega mikið lært :S en líka farið í 3ja daga river rafting ferð, og svo er þjóðhátíðardagur Mexicó 15. september og svo ætlum við á ströndina í 4 daga. Verst að við völdum að fara á austurströndina, í mexicóflóa þar sem nú rekur hver fellibylurinn annan. Vonum bara það besta og það verði smá pása á þeim þessa daga :D

þangað til næst...

9 comments:

Anonymous said...

Bwahhaha....eigum við að ræða eitthvað vídeóið hans Pierre :D hahahahah......:D:D

Anonymous said...

Syngjandi hér, syngjandi þar, syngjandi geng ég allstaðar.

Hæ hæ fallega fólk

Ester, er Hjörtur búinn að þýða "spánska" ljóðið sem ég sendi honum?
Mig langar að vita hve mikið týnidist í þýðingu frá íslensku til ensku til spænsku.

Kveðja
Bragðarefur

Anonymous said...

týndist... ekki týnidist

Anonymous said...

Heja! Orðið ískyggilega langt síðan maður heyrði frá ykkur og það er væntanlega vegna þess að þið eruð á ferðalagi :-) Hlakka til að fá ykkur "heim" til að geta skæpast við ykkur :-)

Kv, Þóra Beib

Anonymous said...

http://www.newyorker.com/reporting/2007/04/16/070416fa_fact_colapinto

magnað... hreint útsagt magnað.

Ester og Hjörtur said...

jæja, við erum allavega komin heim úr ferðalaginu... sem var alveg magnað. Reynum að setja inn fréttir sem fyrst, svona þegar við erum búin að vinna upp eitthvað af því GRÍÐARLEGA magni af heimalærdómi sem bíður okkar :O

Anonymous said...

Hæææj dísa hér... bara láta vita að ég er fylgjast með héðan frá Arhus... skemmtið ykkur vel:) þetta virkar allt mjög spennandi!
Túrulú

Anonymous said...

Maður getur nú ekki annað en dillað sér við þetta myndband, gat varla setið kjur í sófanum ... spurning um að þið takið að ykkur gogodans fyrir aftan.
Gaman að lesa skrifin ykkar, maður lifir sig næstum því inní ævintýrin :) Hafið það gott mexikanínur

Anonymous said...

Hæ sætu hjón.
Ég tek undir með Sólveigu , ég vil sjá ykkur í bakdansi í næsta vidjói. Hlakka til að lesa ferðasöguna:) ps. ég kíki svo oft á síðuna og er of löt við að kvitta. Tek mig á núna!